HEILBRIGÐ SÁL Í HRAUSTUM LÍKAMA

Næring

Næring

Rannsóknir sýna að mataræði og næringarástand barna hefur áhrif á heilsu þeirra, þroska, vöxt og alhliða liðan. Því hafa Skólar ehf. sett sér metnaðarfulla Næringarstefnu sem unnin er af næringarfræði og lýðheilsufræðingi fyrirtækisins í takti við opinberar ráðleggingar.

Lesa meira
Hreyfing

Hreyfing

Dagleg hreyfing er börnum nauðsynleg fyrir eðlilegan vöxt og þroska og gegnir lykilhlutverki þegar kemur að líkamlegri, andlegri og félagslegri vellíðan. Því leggjum við áherslu á skipulagðar hreyfistundir með fagstjóra að lágmarki einu sinni í viku ...

Lesa Meira
Sköpun

Sköpun

Sköpun er mikilvægur þáttur í námi og þroska barna enda hafa þau mikla þörf fyrir að skapa og gera slíkt allar stundir í leik sínum. Lögð er áhersla á markvissa sköpun þar sem unnið er með fjölbreytt tjáningarform, s.s. tónlist, myndlist og leiklist, og beinist athyglin alltaf að ferlinu sjálfu ...

Lesa Meira
Leikurinn

Leikurinn

Leikurinn er hornsteinn og kjarni alls leikskólastarfs enda er hann meginnámsleið barna. Hann er sjálfsprottinn, kallar fram gleði, veitir vellíðan og eflir vitræna og skapandi þætti. Leikurinn, í allri sinni fjölbreytni, skapar börnum tækifæri til að skilja og læra á umhverfi sitt ...

Lesa Meira

Úr skólastarfinu

SKÓLARNIR OKKAR

Krókur

Krókur

Heilsuleikskólinn Krókur

Heilsuleikskólinn Krókur í Grindavík tók til starfa 5. febrúar 2001. Leikskólinn er fyrir börn frá 18 mánaða aldri til 6 ára. Það eru fimm deildir í leikskólanum og geta 106 börn dvalið þar samtímis. Krókur er 684,7 m2 að stærð og er byggingin í eigu Grindavíkurbæjar.

krokur.skolar.is
Kór

Kór

Heilsuleikskólinn Kór

Heilsuleikskólinn Kór í Kópavogi tók til starfa 01. júní 2006. Kór er heilsueflandi leikskóli fyrir börn frá 18 mánaða til 6 ára aldurs. Leikskólinn er starfræktur sem tveggja ganga leikskóli, sem skiptist í eldri og yngri gang og geta um 112 börn dvalist þar samtímis. Kór er 842m² að stærð og er byggingin í eigu Kópavogsbæjar. Skólinn var vígður sem Heilsuleikskóli þann 01. desember 2008 og hefur fjórum sinnum hlotið Grænfánann (2012, 2014, 2016 og 2019), sem er alþjóðleg viðurkenning fyrir öflugt umhverfis- og náttúruverndarstarf. Heilsuleikskólinn Kór fékk Umhverfisviðurkenningu árið 2012 frá Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogsbæjar.

kor.skolar.is
Skógarás

Skógarás

Heilsuleikskólinn Skógarás

Heilsuleikskólinn Skógarás í Reykjanesbæ tók til starfa 2.september 2008. Leikskólinn er fyrir börn frá 2-6 ára. Það eru fjórar deildir í leikskólnum og geta um 80 börn dvalið þar samtímis. Skógarás er 933m2 að stærð og er byggingin í eigu Reykjanesbæjar.

skogaras.skolar.is
Ársól

Ársól

Heilsuleikskólinn Ársól

Ungbarnaleikskólinn Ársól í Reykjavík tók til starfa 1. desember 2008 og var formlega vígður 19.febrúar 2009. Leikskólinn er fyrir börn frá 9 mánaða aldri til 3 ára. Það eru þrjár deildir á leikskólanum og geta 54 börn dvalið þar samtímis. Ársól er 467 m2 að stærð og er byggingin í eigu Reykjavíkurborgar.

arsol.skolar.is
Urriðaból við Kauptún 5

Urriðaból við Kauptún 5

Heilsuleikskólinn Urriðaból

Heilsuleikskólinn Urriðaból í Garðabæ tók til starfa 26 september 2022. Leikskólinn er fyrir börn frá 12 mánaða aldri til 6 ára. Það eru sex deildir á leikskólanum og geta 96 börn dvalið þar samtímis. Urriðaból 1 við Kauptún 5 er 973 m2 að stærð og er byggingin í eigu Garðabæjar.

urridabol.skolar.is
Urriðaból 2 við Holtsgötu 20

Urriðaból 2 við Holtsgötu 20

Heilsuleikskólinn Urriðaból 2

Heilsuleikskólinn Urriðaból 2 í Garðabæ tók til starfa 14 mars 2024. Leikskólinn er fyrir börn frá 12 mánaða aldri til 6 ára. Það eru sex deildir á leikskólanum og geta 126 börn dvalið þar samtímis. Urriðaból 2 við Holtsgötu 20 er 1420 m2 að stærð og er byggingin í eigu Garðabæjar.

urridabol2.skolar.is
Sólborg

Sólborg

Heilsuleikskólinn Sólborg

Leikskólinn Sólborg „leikskóli á heilsubraut“ í 245 Suðurnesjabæ er sex deilda leikskóli með um 130 börn sem Skólar ehf. hafa tekið við rekstri fyrir Suðurnesjabæ frá og með 1. september 2023. Leikskólinn mun flytja í nýtt húsnæði við Byggðaveg að vori 2024.

solborg.skolar.is