Jafnréttisstefna

Jafnréttisstefna Skóla ehf. er gerð í samræmi við ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, Aðalnámskrá leikskóla, Barnasáttmálann og Stjórnarskrá Íslands. Hún á við um nemendur, foreldra og starfsfólk skólanna til að tryggja að jafnrétti nái til allra í leikskólasam-félaginu. Allir aðilar skuli njóta jafns réttar án tillits til kyns, kynþáttar, trúarbragða, uppruna, holdafars, fötlunar og kynhneigðar. Lögð er áhersla á góðan skólabrag og vinnustaðamenningu þar sem komið er fram við alla af virðingu á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og lagst gegn hvers konar einelti og mismunun.