Fyrirtækið Skólar ehf. var stofnað árið 2000 af feðgunum Guðmundi Péturssyni og Pétri R. Guðmundssyni, hóf rekstur leikskóla árið 2001 og hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á heilsueflandi skólastarf undir einkunnarorðunum “heilbrigð sál í hraustum líkama”.
Í dag rekur fyrirtækið 6 heilsuleikskóla sem allir starfa samkvæmt Heilsustefnu, sem kennd er við Unni Stefánsdóttur, og hafa auk þess tekið virkan þátt í þróun verkefnisins Heilsueflandi leikskóli í samvinnu við Embætti landlæknis. Skólar eru stærsti einstaki rekstraraðilinn innan Samtaka heilsuleikskóla og jafnframt einn af stofnaðilum Samtaka sjálfstæðra skóla (SSSK). Innan Samtaka sjálfstæða skóla eru Skólar annar stærsti rekstraraðili. Skólar reka:
Markmið Skóla ehf. eru að:
Stuðla að heilbrigði og auknum lífsgæðum nemenda til frambúðar
Skapa aðstæður og umhverfi sem hvetja nemendur til heilsusamlegra ákvarðana
Vera í fararbroddi þegar kemur að heilsueflingu og auka veg hennar í skólastarfi
Fjölga heilsuskólum á leikskólasviði í náinni framtíð.
Stjórnarformaður Guðmundur Pétursson, Framkvæmdastjóri Kristín Margrét Baranowski og Fjármálafulltrú Edda Tryggvadóttir.
Aðalskrifstofur Skóla ehf eru á Ásbrú, við Flugvallarbraut 752 í Reykjanesbæ.
Öll börn ættu að alast upp við það að læra að virða heilsu sína og annarra sem ómetanleg verðmæti og grundvöll fyrir fullnægjandi lífsgæðum. „Lengi býr að fyrstu gerð“ segir máltækið og hafa rannsóknir sýnt að því fyrr sem við byrjum að móta hegðun og viðhorf barnanna okkar þeim mun meiri möguleika eiga þau á því að þróa með sér vitund um mikilvægi og ábyrgð á eigin heilsu. Það er jafnframt í okkar höndum að búa þeim umhverfi og þekkingu sem hvetur þau til heilsusamlegra ákvarðana er verða hluti af lífsstíl þeirra til framtíðar. Heilbrigð börn eru hamingjusöm og glöð og þeim líður vel.
„Heilbrigð sál í hraustum líkama“ eru einkunnarorð okkar og vinnum við markvisst að bættri líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu og velferð barnanna. Heilsuefling er höfð að leiðarljósi í einu og öllu í starfi heilsuleikskólanna okkar og auk þess að starfa í anda Heilsustefnunnar erum við þátttakendur í verkefninu „Heilsueflandi leikskóli“ í samvinnu við Embætti landlæknis.
Heilsuleikskólinn Krókur
Heilsuleikskólinn Krókur í Grindavík tók til starfa 5. febrúar 2001. Leikskólinn er fyrir börn frá 18 mánaða aldri til 6 ára. Það eru fimm deildir í leikskólanum og geta 106 börn dvalið þar samtímis. Krókur er 684,7 m2 að stærð og er byggingin í eigu Grindavíkurbæjar. Skólinn var vígður sem Heilsuleikskóli þann 5. nóvember 2003 og fékk Grænfánann, alþjóðlega viðurkenningu fyrir öflugt umhverfis- og náttúruverndarstarf.
Heilsuleikskólinn Kór
Heilsuleikskólinn Kór í Kópavogi tók til starfa 01. júní 2006. Kór er heilsueflandi leikskóli fyrir börn frá 18 mánaða til 6 ára aldurs. Leikskólinn er starfræktur sem tveggja ganga leikskóli, sem skiptist í eldri og yngri gang og geta um 112 börn dvalist þar samtímis. Kór er 842m² að stærð og er byggingin í eigu Kópavogsbæjar. Skólinn var vígður sem Heilsuleikskóli þann 01. desember 2008 og hefur fjórum sinnum hlotið Grænfánann (2012, 2014, 2016 og 2019), sem er alþjóðleg viðurkenning fyrir öflugt umhverfis- og náttúruverndarstarf. Heilsuleikskólinn Kór fékk Umhverfisviðurkenningu árið 2012 frá Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogsbæjar.
Heilsuleikskólinn Skógarás
Heilsuleikskólinn Skógarás í Reykjanesbæ tók til starfa 2.september 2008. Leikskólinn er fyrir börn frá 2-6 ára. Það eru fjórar deildir í leikskólnum og geta um 80 börn dvalið þar samtímis. Skógarás er 933m2 að stærð og er byggingin í eigu Reykjanesbæjar. Skólinn var vígður sem Heilsuleikskóli þann 11.júní 2010 og hefur þrisvar hlotið Grænfánann (2015, 2018 og 2021), sem er alþjóðleg viðurkenning fyrir öflugt umhverfis- og náttúruverndarstarf. Heilsuleikskólinn Skógarás er heilsueflandi leikskóli og fyrsti leikskólinn á landinu til þess að innleiða YAP (Young Athletes Program), sem er verkefni sem eflir hreyfiþroska og fékk viðurkenningu frá Special Olympics á Íslandi af því tilefni.
Heilsuleikskólinn Ársól
Ungbarnaleikskólinn Ársól í Reykjavík tók til starfa 1. desember 2008 og var formlega vígður 19.febrúar 2009. Leikskólinn er fyrir börn frá 9 mánaða aldri til 3 ára. Það eru þrjár deildir á leikskólanum og geta 54 börn dvalið þar samtímis. Ársól er 467 m2 að stærð og er byggingin í eigu Reykjavíkurborgar. Skólinn var vígður sem Heilsuleikskóli þann 13. júní 2013 og fékk fyrsta Grænfánann, alþjóðaviðurkenningu fyrir öflugt umhverfis- og náttúruverndarstarf haustið 2015 og hefur flaggað honum tvisvar sinnum eftir það, síðast í júní 2020. Ársól er einnig Heilsueflandi leikskóli og var fyrsti leikskólinn til að sækja formlega um þátttöku eftir að hafa verið þróunarskóli verkefnisins síðan 2013.
Heilsuleikskólinn Urriðaból
Heilsuleikskólinn Urriðaból í Garðabæ tók til starfa 26 september 2022. Leikskólinn er fyrir börn frá 12 mánaða aldri til 6 ára. Það eru sex deildir á leikskólanum og geta 96 börn dvalið þar samtímis. Urriðaból 1 við Kauptún 5 er 973 m2 að stærð og er byggingin í eigu Garðabæjar.
Heilsuleikskólinn Urriðaból 2
Heilsuleikskólinn Urriðaból 2 í Garðabæ tók til starfa 14 mars 2024. Leikskólinn er fyrir börn frá 12 mánaða aldri til 6 ára. Það eru sex deildir á leikskólanum og geta 126 börn dvalið þar samtímis. Urriðaból 2 við Holtsveg 20 er 1420 m2 að stærð og er byggingin í eigu Garðabæjar.
Heilsuleikskólinn Sólborg
Leikskólinn Sólborg „leikskóli á heilsubraut“ í 245 Suðurnesjabæ er sex deilda leikskóli með um 130 börn sem Skólar ehf. hafa tekið við rekstri fyrir Suðurnesjabæ frá og með 1. september 2023. Leikskólinn mun flytja í nýtt húsnæði við Byggðaveg að vori 2024.
Stjórnarformaður
gummip@skolar.is
Framkvæmdastjóri
kristin.margret@skolar.is
Fjármálafulltrúi
edda.tryggvadottir@skolar.is
Aðstoðarskólastjóri Heilsuleikskólans Króks
bylgja.hedinsdottir@skolar.is
Skólastjóri Heilsuleikskólans Króks
krokur@skolar.is
Aðstoðarskólastjóri Heilsuleikskólans Kórs
eyrun@skolar.is
Skólastjóri Heilsuleikskólans Kórs
svana@skolar.is
Aðstoðarskólastjóri Heilsuleikskólans Skógaráss
kristin.helgadottir@skolar.is
Skólastjóri Heilsuleikskólans Skógaráss
skogaras@skolar.is
Aðstoðarskólastjóri Ungbarnaleikskólans Ársólar-heilsuleikskóla
gudlaug@skolar.is
Skólastjóri Ungbarnaleikskólans Ársólar-heilsuleikskóla
inga@skolar.is
Skólastjóri Heilsuleikskólans Urriðabóls
ragnheidur@skolar.is
Aðstoðarskólastjóri Heilsuleikskólans Urriðabóls